Everdell fær sína eigin "barna"útgáfu

Starling Games gáfu út á dögunum tilkynningu um að þau væru að gefa út barnaútgáfu af verkamannaspilinu sívinsæla Everdell sem er kallað "My Lil Everdell". Er spilinu ætlað að vera einfaldari útgáfa og höfða til barna og fjölskyldna.