Ticket to Ride: Þjóðsögur að westan

Header paragraph
frétt
Þriðjudagur 30. maí 2023
Mynd
Ticket to Ride: Legends of the West
Kassinn lítur út fyrir að vera töluvert breiðari og hærri en venjulegur TtR kassi

Það er liðið seint á nítjándu öld og Ameríka er að vaxa. Ný lestafyrirtæki keppast um að uppfylla þarfir hins sívaxandi fólksfjölda. Kaupmenn, ráðamenn, matvæli og vörur þurfa að ferðast frá einum stað til annars. Þéttriðið net lestaspora hefur litið dagsins ljós.

Einn af þessum ungu athafnamönnum var Thaddeus Reeves sem dreymdi að tengja saman alla þjóðina og það tókst framar hans viltustu draumum. Lestar Reeves urðu fljót arðbærustu lestarleiðirnar frá Atlantshafi að Mississippi og fyrirtækið blómstraði. En gráðugir lestabarónar eru að fylgjast með Thaddeus og reyna að ná fyrirtækinu af honum. 

Eftir því sem árin rúlla áfram hefur Reeves Rails haldið áfram að stækka og þrífast. Og hið nýja fyrirtæki sem þú varst að stofna er tilbúið til að taka þátt í þessari frábæru iðnbyltingu. Auður og möguleikar glitra í málningu hinna glæsilegu eimreiða sem þú varst að kaupa og þessi nýja hraðlest gæti breytt ýmsu.

Frekar sáttur opnar þú dagblaðið og lest fyrirsagnirnar að vestan .....

Mynd
Ticket to Ride: Legacy Höfundar

Ticket to Ride Legacy: Legends of the West býður þér loksins að stíga í sögu þessa merkilega borðspils og skoða hugarheim Rob Daviau, Matt Leacock og Alan R. Moon. Þú munt upplifa för þína yfir tólf spilanir þar sem þú stjórnar þínu eigin lestarfyrirtæki í Norður-Ameríku til frægðar og frama í sögu sem er full af ævintýrum.

Það að klára lestarmiðana er ennþá aðal markmiðið en þú þarft að þróa með þér aðra hæfileika ef þú ætlar að yfirstíga alls konar hindranir sem verða á vegi þínum. Spil eftir spil, leið eftir leið muntu fylla bankahvelfinguna af auðæfum. Og eftir því sem sagan þróast muntu opna box með nýjum reglum, efni og öðrum óvæntum viðburðum.

Eins og önnur TtR spil eru reglurnar ekki flóknar og þú verður fljót að skilja gangverkið en engu að síður er spilunin mikið dýpri og sagan miklu meiri en í fyrri spilum í seríunni.

Eftir tólf spilanir af Legacy upplifun munt þú eiga einstaka útgáfu af spilinu sem þú getur haldið áfram að spila um ókomna tíð!

Mynd
Ticket to Ride: Legends of the West Setup
Svona líta fyrstu hlutirnir út í TtR: LotW