Og svo eru það blessaðar kindurnar ...

Header paragraph
Fimmtudagur 16. febrúar 2023
Mynd
Great Western Trail: New Zealand

Fyrst voru það kýr til Kansas, síðan að smala kúm í Argentínu. Og nú eru það kindurnar á Nýja Sjálandi!

Það var í febrúar 2021 sem Plan B, eigandi eggertspiele, tilkynntu um nýja útgáfu af Great Western Trail ásamt áætlun um útgáfu á tveimur spilum í viðbót í sömu seríu sem myndu nota sama gangverk og upprunalega spilið - stokkasmið og hringekju - samt með breytingum og lagfæringum.

Og nú eru komnar aðeins meiri fréttir um þriðja afkvæmið i þríleiknum: Great Western Trail: New Zealand sem mun koma út á árinu 2023. Opinber tilkynning fyrirtækisins mun koma í mars á þessu ári.

Í spilinu rekur þú kindabúgarð á suðurströnd Nýja Sjálands í lok nítjándu aldar. Á síðustu árum hefurðu séð fjölskyldufyrirtækið vaxa og dafna með því að auka fjölbreytni í sauðfjárrækt og auka verðmæti ullarinnar um leið.

Í upphafi nýrrar aldar hafa nýjar áskoranir litið dagsins ljós. Þú þarft að halda áfram kynbótaræktun til að tryggja velmegun fyrirtækisins og þeirra sem vinna fyrir þig.