Undanfarin þrjú ár höfum við skundað á Hvolsvöll og spilað rassinn úr buxunum á okkur heila helgi að vetrarlagi. Og nú ætlum við að gera það í fjórða sinn, þegar það er aðeins farið að vora (vonandi).
Spilavinin er spilaviðburður þar sem þátttakendur koma saman til að spila borðspil heila helgi (eða hluta úr henni). Þátttakendur eru hvattir til þess að koma með spil sem þeir vilja koma á borðið með sér en auk þess verður veglegt safn á staðnum sem hægt er að ganga í.
Fyrirkomulagið verður með svipuðu sniði og í undanfarin ár nema hvað við fengum hótelið til að koma til móts við okkur varðandi mat og verður því nú einnig boðið upp á kvöldverðarhlaðborð bæði föstudags- og laugardagskvöld og léttan hádegisverð (súpa og brauð).
Allar nánari upplýsingar er hægt að fá á síðu Spilavinar