Spiladagbækur

Við ætlum að reyna að halda spiladagbækur fyrir hverja viku, ekki ólíkt því sem birtist í "Hvað var spilað í vikunni ...." á Facebook. Þessar dagbækur verða þó mun ítarlegri en það sem við höfum skrifað þar, auk þess sem við getum birt myndir af spilununum hér líka.

Þegar það rignir ...

Mán 09. jan 2023 til Sun 15. jan 2023

Mynd
Great Western Trail - Gameplay

Nokkuð góð vika með tólf spilunum, megnið af þeim verandi Exit jóladagatalið. Þó náði ég líka að prófa nýtt spil og koma tveimur gömlum og góðum á borðið líka, auk þess sem við kynntum þær fyrir fólki sem hefur ekki spilað mikið og þær féllu í kramið hjá þeim líka.