Expeditions, langþráð framhald af Scythe kynnt

ný borðspil
Fimmtudagur 02. febrúar 2023
Mynd
Expeditions

Stonemeier Games kynnti í gær langþráð framhald af hinu geysivinsæla spili, Sctyhe, en nýja spilið kallast Expeditions. 

Jamie Stegmeyer, eigandi og höfundur spilsins kynnti spilið í gær. Spilið byggir á söguheimi Jakub Rozalski um hliðarheim okkar árið 1920 og koma gufuvélmenni (mechs) mikið við sögu í þessu spili eins og í Scythe. Þó verður ekki um bardaga á milli leikmanna. 

Sögusviðið er Síbería, hvar risastór loftsteinn hefur skollið niður nálægt Tunguska ánni og vekur það upp aldna spillingu. Leiðangur, undir stjórn Dr. Tarkovsky hættir sér inn í frosinn skóginn til að fræðast meira um loftsteininn og áhrif hans á landið. Sólgnir í ævintýri munu hetjur stríðsins fjármagna sjálf könnunarleiðnangur inn í Síberíu með von um falda fjársjóði, yfirstíga þrautir og að lokum hljóta frægð fyrir.

Mynd
Expedition Description

Spilið er 1-5 manna keppnisspil og tekur hver spilun á milli 60 og 90 mínútur. Aðalgangverkið er vélaruppbygging (engine building). Leikmenn spila niður spilum til að fá krafta, og sérstaka hæfileika fyrir verkamennina, færa mekkana á leyndardómsfulla staði og fá spil sem finnast á leikborðsflísunum.

Leikborðið lítur út fyrir að vera sett upp með flísum í hvert sinn (sexhyrningar eins og í Scythe, en allar flísar lausar) og því er ljóst að fjölspilunin á eftir að verða mikil.

Hægt er að horfa á stiklu frá spilinu hér og hlusta á Jamie tala um spilið og framleiðsluna hér.

Spilið er komið í forsölu. Skv. Jamie mun hann svo taka saman forsölutölurnar eftir 5-6 vikur og setja framleiðsluna af stað með þær í huga og hugsanlega tvöfalt það sem pantað er þá. Hægt er að forpanta spilið í Evrópubúð Stonemeyer Games, bæði með plast mech-um og "Ironclad" útgáfuna sem kemur með járn mech-um.