Dream-chaser er næst í endurútgáfuröðinni á LOTR: The Card Game

Header paragraph
frétt
Föstudagur 03. mars 2023
Mynd
LOTR High Seas Adventure 1

Í aldana rás hafa Álfarnir í Grey Havens byggt falleg, tignaleg hvít skip til að sigla inn í vesturheim. Enginn þekkir hafið eins vel og þau, en það þýðir ekki að þessir Noldor sjómenn og siglingamenn þurfi ekki að vera á tánum. Óveður er við sjóndeildarhringinn og eitthvað illt bíður á hinni gleymdu eyju, Númenor.

Fantasy Flight kemur aftur með söguna af sæförunum með tveimur viðbótum sem báðar heita Dream-chaser. Önnur inniheldur eingöngu hetjuspilin á meðan hin inniheldur allt sem tilheyrir útgáfuröðinni; The Grey Havens, Flight of the Stormcaller, The Thing in the Depths, Temple of the Deceived, The Drowned Ruins, A Storm on Cobas Haven og The City of Corsairs ásamt nokkrum flunkunýjum spilum sem ekki voru í upprunalegu útgáfunni. Þetta er upplagt tækifæri fyrir nýja aðdáendur til að kynnast þessari sögu sem og fyrir þá sem hafa spilað spilið lengi en misstu af þessari sögu-viðbót.

Þeir sem eiga eldri útgáfuna þurfa þó ekki að örvænta, því FFG ætla að gefa út aukaspilin sem prenta-og-spila skjal sem verður aðgengilegt um leið og viðbæturnar koma í búðir.

Mynd
LOTR High Seas Adventure - Spil 1
Mynd
LOTR High Seas Adventure - Spil 2

Sterk áhöfn

Til að berjast við hina svívirðilegu sjóræninga sem herja á vesturhöfin kemur viðbótin með risastórann bunka af leikmannaspilum til að bæta stokkana þína og þar með talið tvær hetjur fyrir hverja af hinum fjórum stólpum sögunnar.

Í þessari viðbót muntu finna úrval af hetjum frá öllum svæðum Miðheims. Ráðsmanninn Denethor, leiðtogi sem veitir öllum öðrum Gondor hetjum stuðning, hvort sem þær eru í hans "liði" eða ekki. Síðan er það Galdor of the Havens, Lore hetja sem gefur þér meiri stjórn á upphafshöndinni og leyfir þér að draga nýja hönd einu sinni í leik.

Mynd
Skipin í LOTR

Siglt úr höfn

Hvort sem þú velur að eignast hetjuviðbótina eða ekki getur þú samt hlakkað til að leggja á úthöfin í Dream-chaser herferðarviðbótinni!

Herferðin inniheldur allar atburðarrásirnar frá The Grey Havens og upprunalegu Dream-chaser útgáfuröðinni og strengir þá saman í eina epíska sögu. Eftir að hafa ferðast til Grey Havens hrífast hetjurnar í ferð til eyju sem á eru rústir hins týnda Númenor til að komast að því hvað þar er að finna. Ferðin er löng og uppfull af háska, allt frá blóðþyrstum sjóræningjum til þeirra hætta sem stafa frá hafinu sjálfu.

Þú og flokkur þinn fléttið ykkur í gegnum níu sögur Dream-chaser herferðarinnar með því að sigla yfir hafið, og ekki bara í frásagnarlegum skilnini - það er líka hluti af leiknum. Þú þarft að kortleggja stefnu og framkvæma siglingapróf til að berjast gegn breytilegum vindum og ofsafengnum straumum. Og þú þarf líka að glíma við sjóræningjastokkinn. Þessi sérstaki stokkur inniheldur bara óvini sæfarenda eins og hinn Slægi sjóræningi og Grimmi ræninginn sem koma um borð og ráðast á þig i hvert sinn sem skip þeirra sigla upp að. Undir venjulegum kringustæðum gæti slíkt ástand verið yfirþyrmandi, en sjóræningjarnir eru ekki þeir einu sem hafa skip til umráða.

Mynd
LOTR High Seas Adventure 3
Hættur leynast víða í þessari nýjustu herferð fyrir LOTR: The Card Game

Epísk sigling

Með frábærum uppgötvunum og í leit að týndum rústum geta aðeins þú og vinir þínir leiðbeint Dream-chaser og flota hans í gegnum siglinguna. Hvort sem þú misstir af upprunalegu útgáfunni af Dream-Chaser útgáfuröðinni eða ert bara að byrja í LOTR: The Card Game getur þú hlakkað til að bæt Dream-chaser hetjuviðbótinni og Dream-chaser herferðarviðbótinni í safnið þitt þegar þær koma út í sumar (2023).