Spilavin á Hótel Hvolsvelli

Mynd
Spilavin Spilavina og Pant vera blár 2023 - Pub Quiz
Frá Pub Quiz keppninni 2023

Undanfarin þrjú ár höfum við skundað á Hvolsvöll og spilað rassinn úr buxunum á okkur heila helgi að vetrarlagi. Og nú ætlum við að gera það í fjórða sinn, þegar það er aðeins farið að vora (vonandi). Hátíðin er haldin 4.-6. apríl 2025

Spilavinin er spilaviðburður þar sem þátttakendur koma saman til að spila borðspil heila helgi (eða hluta úr henni). Þátttakendur eru hvattir til þess að koma með spil sem þeir vilja koma á borðið með sér en auk þess verður veglegt safn á staðnum sem hægt er að ganga í.

Fyrirkomulagið verður með svipuðu sniði og í undanfarin ár nema hvað við fengum hótelið til að koma til móts við okkur varðandi mat og verður því nú einnig boðið upp á kvöldverðarhlaðborð bæði föstudags- og laugardagskvöld og léttan hádegisverð (súpa og brauð).

Hægt er að panta gistingu í eina nótt eða tvær, eða bara koma og spila og keyra svo heim á kvöldin, hvað sem hentar ykkur. Hægt er að velja um annars vegar herbergi og fullt fæði og hins vegar aðeins herbergi

Mynd
Hótel Hvolsvöllur - Double Room

Herbergi (pr. herbergi, pr. nótt, með morgunverði og sköttum)

  • Eins manns herbergi: 15.900kr
  • Tveggja manna herbergi: 17.900kr
  • Þriggja manna herbergi:  21.900kr

Gefinn er 10% afsláttur ef pantaðar eru tvær nætur!

Mynd
Hótel Hvolsvöllur - Desk

Herbergi og fullt fæði (pr. einstakling, pr. nótt með sköttum):

  • Ein nótt: 13.900kr
  • Tvær nætur: 26.400kr

Aukagjald, 6.000kr á nótt leggst á ef óskað er eftir einstaklingsherbergi.

Innifalið er morgunmatur, léttur hádegisverður og kvöldverðarhlaðborð (sjá hér fyrir neðan).