Þegar borðspilaútgefendur þurfa að framkvæma spilaprófanir senda þeir venjulega frumgerðaríhluti til lítils hóps fólks sem eru vön að framkvæma slíkar prófanir eða hafa því þannig að hópurinn geti spilað á netinu, t.d. í gegnum Table Top Simulator. En nú hefur Alderac Entertainment Group (eða AEG eins og margir kannast við það) tekið þá ákvörðun að hafa spilaprófun á nýjustu viðbótinni fyrir Space Base, sem hefur fengið vinnuheitið "Genesis" almenna.
Á spjallborði Board Game Geek, hefur John D. Clair, hönnuður Space Base, Mystic Vale, og Ready Set Bet, sett inn .pdf skrá sem inniheldur reglurnar fyrir viðbótina auk allra spilanna, án mynda. Óskar John D. Clair að hafir þú einhverjar athugasemdir varðandi spilaprófunina að skilja skilaboð eftir á spjallborðinu og hann er sérstaklega að leita eftir að "hlutfall peninga/innkomu/stiga sé ekki komið í einhverja vitleysu" og einnig að láta vita af og laga spil sem eru "leiðinleg/flókin/of sterk/of veik".
Genesis er hönnuð sem einföld viðbót sem hentar bæði nýjum og reyndum spilurum. Það eru nokkrar nýjar aðgerðir en samt er reynt að láta þær vera svipaðar og í grunnspilinu til að forðast óþarfa flækjustig. Spilin eru stokkuð inn í sinn stokk hvert og það er engin "saga" á ferðinni eins og í fyrri tveimur viðbótunum: The Emergence of Shy Pluto og The Mysteries of Terra Proxima.