Everdell fær sína eigin "barna"útgáfu

Starling Games gáfu út á dögunum tilkynningu um að þau væru að gefa út barnaútgáfu af verkamannaspilinu sívinsæla Everdell sem er kallað "My Lil Everdell". Er spilinu ætlað að vera einfaldari útgáfa og höfða til barna og fjölskyldna.
Serge Laget látinn

Serge Laget, höfundur Cargo Noir, Mystery Express og meðhöfundur Mystery of the Abbey og Shadows over Camelot er látinn, skv. frétt frá Days of Wonder.
Nusfjord væntanlegt í Big Box útgáfu

Lookout Spiele áformar að gefa út Nusfjord: Big Box á öðrum ársfjórðungi 2023, sem mun innihalda tvær eldri viðbætur og tvær nýjar.
Nýjasta nýtt af Kickstarter
Mán 16. jan 2023 til Sun 22. jan 2023

Það er nú ekki alltaf sem ég næ fullt af spilum á borðið og þessi vika var frekar róleg. Samt ekki, því ég fékk nýtt spil af Kickstarter, og það þarf líka að verja smá tíma í að læra reglurnar ;-)
Þegar það rignir ...
Mán 09. jan 2023 til Sun 15. jan 2023

Nokkuð góð vika með tólf spilunum, megnið af þeim verandi Exit jóladagatalið. Þó náði ég líka að prófa nýtt spil og koma tveimur gömlum og góðum á borðið líka, auk þess sem við kynntum þær fyrir fólki sem hefur ekki spilað mikið og þær féllu í kramið hjá þeim líka.