Mynd
Architects of the West Kingdom

Spiladagbækur, Fréttir, Kickstater og Nýtt í hillunni

Við munum keppast við að skrifa skemmtilegar færslur í spiladagbókina, færa ykkur nýjustu fréttir úr borðspilaheiminum, hvað er að gerast á Kickstarter og hvað er nýtt í hillunni hjá okkur.

Fréttir

Og sigurvegarinn er ...

Mynd
Spiel Des Jahres 2023

Spiel des Jahres (spil ársins), hin mikilsverðu þýsku verðlaun voru tilkynnt á dögunum. Verðlaun eru veitt í fimm flokkum í ár, Spiel des Jahres, Kennerspiel des Jahres, Kinderspiel des Jahres og aukaflokkarnir tveir: Kennerspiel Sonderpreis og Kinderspiel Sonderpries.

Spiladagbækur

Hjólin farin að snúast

Mán 24. júl 2023 til Sun 30. júl 2023

Mynd
Lisboa - Gameplay 4

Það er greinilegt að ég er að komast í gang aftur eftir talsverða lægð í spilum undanfarið og þriðja góða vikan hefur litið dagsins ljós. Nokkur ný og nokkur eldri eins og alltaf, eiginlega bara nokkuð fín blanda þó ég segi sjálfur frá.

Spilað á ferðalagi

Mán 17. júl 2023 til Sun 23. júl 2023

Mynd
Dice Kingdoms of Valeria

Jæja, það kom að því að ég náði að spila smávegis, enda sumarfrí í fullum gangi. Jafnvel ferðalag á westfirði stoppaði okkur ekki í að spila enda bara fínt að taka minni spil með í slík ferðalög. Þó fengu líka aðeins stærri að fljóta með og ég náði spili af skammarhillunni líka, það er alveg slarkfær árangur.

Topplistar
Bloggið

Viðtal við Corey Thompson

Skrifað af Hilmar Kári
Mynd
Corey Thompson - 2

Corey Thompson er fréttastjóri Dice Tower Now fréttaveitunar, framleiðandi að þáttunum Above Board og einstaklega áhugasamur borðspilari. Borðspil.is settist niður með honum og spurði hann spjörunum úr, enda ætlar Corey að kíkja á Midgard ráðstefnuna í byrjun september.

FUNTainment, München

Skrifað af Hilmar Kári
Mynd
FUNTainment, Munich 1

Það var gaman að koma í Funtainment verslunina í München á dögunum. Þetta eru í raun fjórar verslanir, ein selur bara Roleplaying hluti og bækur (allt á þýsku), ein selur Yugi-oh, Magic og önnur kortaspil, ein sérhæfir sig í tölvuleikjum og svo er borðspilahlutinn.