
Spiladagbækur, Fréttir, Kickstater og Nýtt í hillunni
Við munum keppast við að skrifa skemmtilegar færslur í spiladagbókina, færa ykkur nýjustu fréttir úr borðspilaheiminum, hvað er að gerast á Kickstarter og hvað er nýtt í hillunni hjá okkur.
Ticket to Ride: Þjóðsögur að westan

Days of Wonder er búið að upplýsa okkur aðeins meira um hið nýja legacy spil Ticket to Ride: Legends of the WEST
Ticket to Ride: Legacy?!?

Days of Wonder, útgefandi hinna geysivinsælu Ticket to Ride spila kom með mjög áhugaverða stiklu í dag sem á eftir að brjóta heilabúið í mörgum!
"Ljóti andarunginn" verður að svani

Garphill Games og Shem Philips tilkynntu í gær, 24. apríl 2023, að ný, endurgerð útgáfa af Shipwrights of the North Sea muni koma út á næsta ári.
Teotihuacan fær viðhafnarútgáfu

Hið geysivinsæla spil, Teotihuacan (teó-tí-vakkan) er að fá andlitslyftingu og viðhafnarútgáfu, sem kemur á Kickstarter fljótlega.
Tveggja vikna skammtur
Mán 10. apr 2023 til Sun 23. apr 2023

Stundum rennur saman það að ég spila lítið í vikunni og að ég er jafnvel eitthvað á flandri og því næ ég ekki alveg að taka saman hvað ég spilaði eina vikuna. Hér kemur því tvöfaldur skammtur.
Frábærir páskar í faðmi fjölskyldunnar
Mán 03. apr 2023 til Sun 09. apr 2023

Það er fátt betra en að fara upp í sumarbústað með fjölskyldunni, borða páskaegg og kalkún og spila nokkur borðspil með. Nema þá að kíkja á undan í heimsókn til Stefáns og spila við hann. Toppvika alveg!
Ekki mörg spil, en stór voru þau
Mán 27. mar 2023 til Sun 02. apr 2023

Ekki náði ég að spila oft í vikunni, en þó ... fjórum sinnum er svosem ekki lítið. Og í klukkustundum talið spilaði ég alveg helling! Frosthaven er að skríða hratt upp vinsældarlistann minn!
Önnur frábær vika
Mán 20. mar 2023 til Sun 26. mar 2023

Enn ein frábær vika að baki. Tíu spilanir, í viku sem ég hélt ég gæti ekki spilað mikið í er auðvitað bara forréttindi. En þegar man á frábæran spilahóp og kærustu þar að auki sem finnst gaman að spila er það auðveldara en oft.
Topp 100 listi Hilmars (2022) - 30-21

Talsvert um jákvæðar hreyfingar í þessum hluta, sjö spil færa sig upp, þar af tvö all hressilega, eitt splunkunýtt og tvö færa sig örlítið niður listann. Það er greinilegt að efstu sætin eru ekki á eins mikilli hreyfingu og hin.
Topp 100 listi Hilmars (2022) - 40-31

Fimm niður, fjögur upp, tveir hástökkvarar og eitt nýtt einkennir þennan skammt. Ekki tókst mér nú að klára listann fyrir páska, en við sjáum til hvernig gengur núna.
Topp 100 listi Hilmars (2022) - 50-41

Sex spil eru á uppleið og aðeins tvö á niðurleið, en tvö ný spretta hér fram. Það er langt síðan ég setti fram síðasta hluta en ég ætla að reyna að koma þessum lista frá mér fyrir páska.
Topp 100 listi Hilmars (2022) - 60-51

Sex lækka hér, eitt er nýtt og þrjú sem færa sig upp í mót í þessum tug, sem einnig er síðasti tugurinn í lægri helmingi þessa lista. Greinilegt er, miðað við þessi fimmtíu sem komin eru, að töluvert þarf til að spil komist inn á listann. Sjáum til hvernig topp 50 lítur út ;-)
Haltu þig á mottunni!

Hilmar bloggar um nokkrar af þeim hliðarafurðum sem fylgja borðspilaáhugamálinu í þessari blogggrein og og á næstu vikum. Í þessari skrifa hann aðeins um mottublætið sitt.
Tilnefningar til Dice Tower Awards

Efnisveitan The Dice Tower kynntu á dögunum tilnefningar sínar til The Dice Tower Awards 2022. Þetta er í sextánda skipti sem verðlaunin eru veitt.
Hvernig verður topplisti til?

Þar sem ég er á fullu að henda inn Topp 100 listanum mínum frá árinu 2022 langaði mig aðeins til að hripa niður hvernig ég geri listann og hvaða ákvarðanir ég nota þegar ég er að raða honum saman.
Frosthaven, fyrstu kynni

Nú eru tveir mánuðir síðan Frosthaven kom út og þó ég hafi aðeins komið því á borð tvisvar(þriðja skipti seinna í kvöld) þá þykir mér það lofa góðu. Frosthaven, eða fimbulfriðlendið eins og við vinirnir erum gjarnir að kalla það, er legacy spil frá Cephalofair Games og er óbeint framhald af Gloomhaven.
Ívan Bjarni Jónsson bloggar um fyrstu upplifunina af Frosthaven.