Everdell fær sína eigin "barna"útgáfu

Header paragraph
ný borðspil
Laugardagur 28. janúar 2023
Mynd
My Lil Everdell

Starling Games gáfu út á dögunum tilkynningu um að þau væru að gefa út barnaútgáfu af verkamannaspilinu sívinsæla Everdell sem er kallað "My Lil Everdell". Er spilinu ætlað að vera einfaldari útgáfa og höfða til barna og fjölskyldna. 

Þetta kom svolítið eins og þruma úr heiðskýru lofti á Pax Unplugged í desember 2022 þar sem ekki er alveg búið að afhenda Big box útgáfuna af Everdell sem inniheldur grunnspilið og allar viðbætur sem hafa komið út fyrir Everdell.

Eins og áður kemur fram er þetta einfaldari útgáfa, jafnvel barnaútgáfa, þó svo að gagnrýnendur séu ekki á einu máli hversu "barnalegt" það er, það lítur út fyrir að það höfði frekar til 10 ára og eldri frekar en 8 ára og eldri. 

En hvort sem heldur er er gaman að sjá að reynt sé að höfða til yngri spilara og fjölskyldna með stóru spilin sem eru okkur svo kær, það er alltaf gaman að sjá þegar spil eru gerð aðgengilegri en áður.