Kóngurinn fallinn af toppnum ...

Header paragraph
frétt
Laugardagur 18. febrúar 2023
Mynd
Gloomhaven í öðru sæti
Mynd
Isaac óskar MW til hamingju

Eftir fimm ár og tvo mánuði á toppnum hefur Gloomhaven loks verið velt úr sessi. Brass Birmingham er nýji kóngurinn á svæðinu. 

Isaac Childres, höfundur Gloomhaven tísti fréttirnar sjálfur í morgun og óskaði Roxley Games og Martin Wallace til hamingju með þennan stórkostlega árangur. Sem kemur reyndar ekkert á óvart, Isaac, eins og flestir aðrir í borðspilaheiminum er einstaklega hlédrægur og ljúfur maður.

Það verður fróðlegt að sjá hversu lengi Brass Birmingham mun trjóna á toppnum og hvaða spil það verður sem mun velta því úr sessi. Spá borðspil.is er að Ark Nova muni líklegast skríða inn á toppinn áður en að Frosthaven muni taka það sæti, líklegast seint á árinu 2023 eða byrjun árs 2024.