Dire Wolf Digital tilkynntu i dag á PAX East að þeir ætli að gera framhald af hinu geysivinsæla Legacy spili, Clank! Legacy: Acquisitions Incorporated og að hópfjármögnun fyrir spilið hefjist 2. maí n.k.
Spilið mun heita því frumlega nafni Clank! Legacy 2: Acquisitions Incorporated – Darkest Magic og vera byggt á hönnun Paul Dennen sem gerði upprunalega Clank! og Dune: Imperium spilin.
Í CLANK! Legacy 2: Acquisitions Incorporated — Darkest Magic þarftu að vinna með OG gegn samferðarmönnum þínum í tólf spila stokkasmiðs-herferð. Þú þarft að þróa leikmanninn þinn á meðan þú lest í gegnum dagbókina hans. Komdu með í ævintýri fyrir tvo til fjóra spilara í töfrafylltum heimi með undrum, ráðgátum og kannski smá nammi ... ef þér finnst þú eiga það skilið.
Spilið er eins og áður byggt á sögunum um Penny Arcade, eina af vinsælustu vef-teiknimyndasögum síðastliðin tuttugu ár.
Það er "möguleiki" að ritstjórn bordspil.is sé búin að skrá sig á lista sem lætur vita þegar hópfjármögnunin hefst. Hægt er að gera það hér: https://www.kickstarter.com/projects/direwolfdigital/clank-legacy-2-acquisitions-incorporated-darkest-magic