Welcome to the Forbidden Jungle

Header paragraph
frétt
Fimmtudagur 16. febrúar 2023
Mynd
Forbidden Jungle
Forbidden Jungle er í tinkassa eins og fyrstu tvö spilin.

Pandemic höfundurinn Matt Leacock og útgefandinn Gamewright snúa bökum saman í fjórða sinn, með útgáfu á Forbidden Jungle. Spilið er samvinnuspil fyrir 2-5 leikmenn og ætti að spilast á 45 mínútum.

Söguþráðurinn í Forbidden Jungle er að teymi þitt hefur brotlent á dularfullri frumskógarplánetu og þið þurfið að vinna saman ef þið ætlið að komast lífs af. Þið leitið að rústum úrvarðarstöðvar til að finna flóttagáttina, allt á meðan það bætist við sístækkandi hóp af eitruðum kynjaverum og sífjölgandi staða sem virðast hrynja yfir ykkur. Snúðu flísum til að virkja gáttina og mögulegt er að þú lifir til að sjá morgundaginn!

Meðal hluta í kassanum eru geimverur, egg og ungar. Matur fyrir verurnar er ekki innifalinn .... (pssst, þú ert maturinn!)