Eyðimörk ...

Skrifað af Hilmar Kári þann

Mán 05. jún 2023 til Sun 16. júl 2023

Einn og hálfur mánuður! Vá, hvað það hefur verið lítið að gerast hjá mér í spilunum :-( Fyrir utan það að safnið stækkar auðvitað jafnt og þétt! Jæja, nú er komið að því að spýta í lófana!

Mynd
After Us Gameplay 1

After Us

2
2

Nú er ég búinn að spila After Us fjórum sinnum og kominn með aðeins betri sýn á það en í upphafi. Spilið er ennþá gott, einföld vélaruppbygging með örlitlu þema og gullfallegum listaverkum eftir Vincent Dutrait. Það virðist ekki ætla að verða eins í hvert sinn sem við spilum það, það er greinilega nógu mikil fjölbreytni í því hvernig bónusarnir á spilunum raðast upp.

Spilið er ekkert að fara að vinna til neinna verðlauna hjá mér, en spilaupplifunin er samt alltaf góð, líklegast vegna þess að ég spila venjulega með skemmtilegu fólki og þegar stemmingin er til staðar skiptir oft engu máli hvaða spil er valið.

7/10

Mynd
Wayfarers of the South Tigris

Wayfarers of the South Tigris

3
1

Við náðum ekki einu sinni að klára þessa spilun út af tímaskorti en þar sem það er næstum ekkert á þessum lista ákvað ég samt að leyfa því að fljóta með :-)

Wayfarers er svona spil sem tekur mig alveg góðar 5-10 mínútur að muna hvernig er spilað. Það er svo mikið af færanlegum hlutum í því, þó svo að regluverkið sé svo ekkert brjálæðislega flókið. Það heillar mig töluvert það gangverk að þú færist eftir spilaborðinu miðað við framgang þinn við að byggja upp landsvæðið þitt og því setur það tóninn við að velja sér spil til að spila niður. Svo getur man lent í því að það kemur ekkert upp sem man þarf og þú festist í smá stund.

Þetta spil heldur velli hjá mér sem eitt af betri spilum Shem Phillips.

9/10

Mynd
Roll Player

Roll Player

3
1

Í Roll Player er hellings þema þó svo að þú sért "bara" að kasta teningum. Spilið gengur út á að búa sér til leikmann í Drekar og dýflyssur heimi, þú velur teninga í ákveðum litum og færð bónusa tengdum þeim. Setur þá niður á leikborðið þitt til að fá fleiri stig í hverjum og einum hæfieikum sem þú ert að byggja upp. Spil segja svo til um nákvæmlega hversu hátt þú þarft að fara í hverjum og einum hæfileika til að fá stig fyrir.

Við spiluðum bara grunnspilið en þannig að það endar þegar þú ert búinn að byggja upp leikmanninn, og því er endirinn pínu bragðdaufur. Viðbæturnar bæta við þeim möguleika að notast við leikmanninn til að berjast við skrímsli þannig að þær eru eiginlega alveg nauðsynlegar, það kemur vel í ljós þegar einungis grunnspilið er spilað. Engu að síður hefðu þær aldrei komið út ef grunnurinn hefði verið mjög lélegur og það er hann sannarlega ekki. Viðbæturnar eru meira svona sósan og meðlætið á meðan grunnspilið er bara grilluð, ókrydduð kjúklingabringa.

7.5/10

Mynd
Azul

Azul

3
1

Ég er búinn að skrá 23 spilanir af Azul og það er í tíunda sæti yfir mest spiluðu spilin sem ég hef spilað. Og það er líklegt að það haldi sér þar enda frábært spil að grípa í.

Auðvelt að kenna, auðvelt að spila en samt svo einstaklega skemmtilegur heilabræðari gerir þetta spil að einu besta Spiel des Jahres sigurvegara allra tíma.

8/10

Mynd
Fields of Arle

Fields of Arle

2
2

Ég var bara búinn að spila FoA einu sinni en samt búinn að vera með augun á því lengi. Ekkert skrítið, ég er mikill Uwe aðdáandi, sér í lagi finnst mér landbúnaðarspilin hans góð.

Fields of Arle er líklegast eitt af hans bestu spilum, ég togast aðeins á milli þess og Caverna. Það er bara svo margt hægt að gera, og það án þess að það sé of flókið. Meira að segja í einmenningsspilun er ekki hægt að gera allt sem man vill og ég náði engan vegin upp í þann stigafjölda sem flokkast sem "góð spilun".

Spilið er "bara" tveggja manna, sem stoppar líklegast einhverja, en það er nú oft sá leikmannafjöldi sem ég er að spila með og því er alveg frábært að fá spil sem er svona vel hannað til að spila aðeins tveir.

Nú er að prófa Tea & Trade viðbótina, hún bætir við áhugaverðum möguleikum og þriðja spilaranum, án þess að lengja spilið að neinu ráði.

10/10

Mynd
Grand Austria Hotel

Grand Austria Hotel m. Let's Waltz

2
1

Við Hildur erum farin að geta spilað GAH á rétt um klukkutíma og nú prófuðum við Let's Waltz viðbótina. Satt best að segja veit ég ekki alveg hversu oft hún mun verða fyrir valinu í framtíðinni. Líklegast stundum en alls ekki alltaf. Þeas ekki dans/kampavínshlutinn. Hún er aðeins of mikið flækja og ekki endilega til að gera spilið betra, eiginlega bara flóknari. Það er nógu erfitt að fá nógu marga ása og tvista til að fá brauð/köku og rauðvín/kaffi þó svo að þriðji hver teningur sé svo ekki líka kampavín!

Það eru sex módúlur í Let's Waltz og við spilum næstum alltaf með tvær af þeim. Mögulega er dansinum ofaukið.

8/10 vegna þess að dansinn var ekki nógu skemmtilegur. GAH er alveg 10/10 ;-)

Mynd
Patchwork Express

Patchwork Express

2
1

Ég nældi mér í Patchwork Express á Nexus útsölunni fyrir lítið og þar sem það er fljótspilað rataði það hratt og örugglega á borðið. Það spilast næstum alveg eins og Patchwork, það er bara styttra, 7x7 í staðinn fyrir 9x9 borð. Skemmtilegt spil alveg og frábært kaffispil, því það er auðvelt að spjalla á meðan man spilar. Það er ekkert ólíklegt að það rati með í ferðatöskur í framtíðinni, það þarf bara að vera sniðugur í að raða flísunum upp án þess að þær taki of mikið pláss.

7/10

Mynd
Overbooked 2
Mynd
Overbooked 1

Overbooked

2
1

Annað Nexus-útsöluspil sem rataði beint á borðið. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á flugi og þetta spil hefur skemmtilegt þema þó svo að í grunninn sé þetta bara púsl/tetris leikur.

Í spilinu ertu að velja þér flugfarþega sem vilja sitja í ákveðnu mynstri um borð í flugvél. Sumir vilja sitja við glugga, aðrir í miðjunni (?!?), turtildúfur vilja sitja í pörum en kæra sig ekki um þriðja hjólið, börn þurfa að vera umkringd fullorðnu fólki og fjölskyldur vilja getað setið saman í einum hóp.

Einstaklega hratt og snarpt spilað spil.

7/10

Mynd
Three Sisters gameplay

Three Sisters

2
1

Hann fer óðum að minnka bunkinn af blöðunum sem kom með spilinu enda spilar Hildur spilið sjálf alveg óheyrilega oft! Það er náttúrulega bara ekkert nema snilld, bæði að hún hafi uppgötvað einmenningsspilun en ekki síður að henni finnist spilið skemmtilegt.

Hún rústaði mér auðvitað enda er ég bara amatör á móti henni, samt gekk mér stórvel og náði ég hæstu stigum sem ég hef náð. Og hún var fjörtíu stigum á undan mér!

8/10

Mynd
Great Western Trail - Gameplay

Great Western Trail

3
1

Þegar ég kenndi Hildi GWT í fyrsta sinn hugsaði hún með sér: "Dreptu mig hvað þetta er leiðinlegt!". En svo gat hún ekki hætt að hugsa um það og núna er GWT á topp 10 hjá okkur báðum. Við vorum að kenna einum nýjum spilara sem stóð sig með mikilli prýði þó svo að hafa endað í þriðja sæti.

Ég prófaði í fyrsta sinn að fara á fullu í byggingar og í að þynna stokinn minn sem mest, eiginlega bara vegna þess að það komu næstum engir kúrekar fram fyrr en í miðri spilun. Það gekk bara stórvel og í endann var ég bara með tólf spil í stokknum, enga ása og var búinn að losa mig við þrjá tvista að auki.

Þetta er eitt af mínum uppáhalds! 10/10
 

Mynd
Motor City

Motor City

2
1

Eitt spil í viðbót af hillu tækifæranna, þó svo reyndar að það hafi ekki stoppað mjög lengi á þeirri hillu. Spil frá sömu hönnuðum og Three sisters en nú er þemað bílaframleiðsla.

Nokkuð klassískt 'kasta-og-skrifa' spil þar sem samlegðaráhrifin eru einstök. Samt eiginlega einfaldari en í Three sisters, en þar þarf ég stundum að skrifa niður áhrifin þar sem þau koma alveg á færibandi :-)

Mjög gott spil, okkur Hildi líkar báðum einstaklega vel við það og það verður áfram í safninu og eitt af þessum spilum sem við munum spila reglulega.

7.5/10