Uppsafnað frá ferðavikum og fleira

Skrifað af admin þann

Mán 24. apr 2023 til Sun 28. maí 2023

Ég spilaði ekki mikið frá lok apríl til lok maí, bæði var mikið að gera í vinnunni og svo var ég líka að ferðast helling og lítið gripið í spil. En þó eitthvað smávegis :-)

Mynd
Mint Delivery
Það er ekki stærðinni að fara hjá Mint Delivery

Mint Delivery

2
6

Mint Delivery er lítið sækja-og-senda spil frá 524Labs. Svo lítið að það passar í dós sem gæti verið utanaf myntu. Í spilinu ertu að keyra flutningabíl á litlu korti sem allt er samansett úr spilum, sækja myntur og flytja þær þangað sem mest eftirspurnin er. Flest stig vinnur spilið.

Spilið er alveg ágætt til síns brúks. Það passar í vasa og því mjög auðvelt að þvælast með það og það tekur ekki mikið borðpláss, það passar hreinlega á borðið í lestunum í Þýskalandi. Það minnir óneitanlega á Great Heartland Hauling Company og ég verð nú að viðurkenna að mér finnst það spil betra, þó svo að það sé ekkert "að" þessu. Lílegast tek ég þetta með frekar til að spila á veitingastað á meðan við bíðum eftir matnum á meðan að GHHC myndi ég frekar spila heima.

6.5/10

Mynd
Tybor the Builder

Tybor the Builder

2
2

Ég er mikill aðdáandi Alexander Pfister, og ekki síst finnst mér litlu kortaspilin hans skemmtileg. Tybor the Builder kom á undan Oh My Goods! en byggir á sömu grunnhugmynd að spil sé hægt að nota á fleiri hátt.

Leikmenn fá fjögur spil í hendi og velja eitt til að spila niður. Bunkinn heldur svo áfram til næsta spilara og þú færð nýjan bunka og velur aftur þangað til að búið er að spila öllum spilunum niður. Og þú þarft að taka skemmtilegar ákvarðanir um hvort þú ætlir að nota spilið sem auðlind, sem verkamann eða til að byggja nýja byggingu. Allt þetta vesen gefur þér stig, og stig eru góð, ef þú vilt vinna. 

Einfalt og skemmtilegt kortaspil, ég geymi það í litlum hvítum kassa sem ég keypti í Nexus af því að ég plasta öll spilin mín og það er engin þægileg geymslulaus önnur en svona.

7/10

Mynd
ArchRavels
Spilið er einstaklega litríkt og skemmtilegt

ArchRavels

2
1

Fyrir nokkrum árum bakkaði ég prjónaspil handa þáverandi konu minni, bæði vegna þess að þemað var flott, íhlutirnir voru flottir og það var frekar einfalt set-collection spil. Hún eignaðist spilið í skilnaðnum en ég fann eintak í borðspilabúð í München í maí og greip það fegins hendi.

Og þetta spil er bara fjári gott :-) Þú ert bara að safna til þín auðlindum (garni) til að geta prjónað hluti eins og trefil, húfur og vetlinga, en þú þarft að fylgja ákveðinni uppskrift. Og svo getur þú "lært" uppskriftina og eftir það getur þú notað hvaða liti sem er (svona eins og alvöru prjónafólk gerir). Höfundi tekst að blanda vel saman þemanu við skemmtilegt og einfalt gangverk og gerir það að verkum að hér er inngangsspil sem virkar vel á þá sem ekki spila mikið. Og núna á ég það sjálfur ;-)

8/10

Mynd
Eleven Gameplay
Hér má sjá annars vegar leikmennina sem taka þátt í leiknum og smá hluta af vellinum sjálfum.

Eleven

3
1

Eleven frá Portal Games er taktískt fótboltaspil í anda Football Manager þar sem leikmenn takast á við stjórnina, ráða til sín þjálfara og annað starfsfólk, byggja upp leikvanginn, þjálfa leikmennina og gera það sem þarf að gera til að reka góðan klúbb. Á föstudögum er svo leikdagur en þá er spilað við lið frá annari borg.

Spilið er frekar abstract, sér í lagi þegar komið er að leikdegi. Þú raðar leikmönnunum þínum á völlinn eftir bestu getu og smá upplýsingum frá njósnaranum þínum, en auðvitað getur hann haft kolrangt fyrir sér! Síðan bera leikmenn saman vinstri og hægri væng, sókn, miðju og vörn og besta liðið vinnur. 

Mér finnst spilið gott en það er samt ekki laust við vandamál. Það er rosalega mikið af litlum hliðarreglum og það er engin leikmannahjálp í kassanum. Því er man endalaust að fletta á milli síðna í reglubókinni. Leikdagurinn er líka alveg rosalega "fiddly", það er auðvelt að gera mistök á leikdegi þegar þú ert að afgreiða vörn og sókn, halda utanum hvort markmaðurinn ver eða ekki og hvort eða hvernig einhver skoraði.

Það leysist ábyggilega með endurtekinni spilun, en mér fannst það helsti gallinn við spilið og það svolítið dregur niður einkunnina. En mikið óskaplega er spilið fallegt á borði!

7/10

Mynd
Frosthaven - Gameplay 6

Frosthaven

4
3

Við höldum áfram sögunni í gegnum Frosthaven. Mér finnst spilið einfaldlega batna í hvert sinn sem við spilum. Þetta er klárlega 2.0 útgáfa af gamla Gloomhvaen en gjörsamlega þess virði að spila!

10/10

Mynd
Amsterdam Game Board
Litapalletan er aðeins líflegri í Amsterdam en mörgum öðrum Feld spilum

Amsterdam

2
1

Amsterdam er annað spilið í Stefan Feld City Collection línunni. Og klárlega betra en Hamburg að mati okkar Hildar. Spilið gengur út á velja spil úr smá flokki spila og setja fyrir neðan spilaborðið. Er teningum kastað og leikmenn fá auðlindir tengdum litum teningana og fjölda díla á þeim. Auðlindirnar fara á hringekju sem snýst eitt "tikk" í umferð og þær auðlindir sem voru á einum koma út. Ef þú valdir sex auðlindir fara þær á sexuna og því sex umferðir þangað til þú getur notað þær.

Frábært spil og í öðru sæti af þeim spilum sem komu út í þessari línu. Mæli mjög með Amsterdam.

8.5

Mynd
Grand Austria Hotel - Gameplay

Grand Austria Hotel

2
1

Þegar okkur Hildi langar að spila en nennum ekki að læra spil verður Grand Austria oft fyrir valinu. Því oftar sem við spilum það, því oftar koma upp aðstæður "sem hafa aldrei komið upp aftur". Það er frábært þegar spil gerir svoleiðis!

9/10

Mynd
Imhotep Game Board
Það er ekki alltaf stærðin sem skiptir máli, það er oft hægt að gera gott spil með litlu fótspori.

Imhotep

3
1

Grant Lyons, grínisti og Youtube stjarna var á þvælingi um Ísland á dögunum og ég fór með hann í smá hringferð um borgina. Sú hringferð endaði svo í Nexus þar sem við gripum í eitt létt og Imhotep varð fyrir valinu. Við erum sammála um það að þar fer eitt af vanmetnari spilum sögunnar. Það er auðvelt að kenna það, spilið er bara með fjórar aðgerðir og spilast yfir átta umferðir. En vá hvað það er samt hægt að gera mikið af skemmtilegum aðgerðum í því og láta hina spilarana "hafa það", jafnvel þó svo að það sé ekki endilega alltaf illa gert, stundum þarf man að passa sig og halda jafnvægi, annars er man bara flengt! Philip Walker-Harding er snillingur þegar kemur að þessum tegundum spila!

8/10