Ekki mörg spil, en stór voru þau

Skrifað af admin þann

Mán 27. mar 2023 til Sun 02. apr 2023

Ekki náði ég að spila oft í vikunni, en þó ... fjórum sinnum er svosem ekki lítið. Og í klukkustundum talið spilaði ég alveg helling! Frosthaven er að skríða hratt upp vinsældarlistann minn!

Mynd
Frosthaven Gamemat 2
Mynd
Frosthaven Gamemat
Spilaupplifunin er jafnvel enn betri þegar það eru svona fallegar mottur til að spila með.

Frosthaven

4
1

Við héldum áfram með Frosthaven. Þetta spil verður bara betra og betra. Það er bara svoleiðis. Ætla ekki að skrifa mikið um spilanirnar þar sem spilið er nýtt og það eru margir viðkvæmir fyrir spillum. Þú getur bara gert ráð fyrir að mér finnist það alltaf frábært (vonandi).

Spiluðum með nýju, fínu spilamottunum. Þær eru algjörlega ónauðsynlegar, og því algjörlega nauðsynlegt að eiga þær!

10/10

Mynd
Hegemony: Lead Your Class to Victory Gameplay 2
Mynd
Hegemony: Lead Your Class to Victory Gameplay 1
Gullfallegt spil á borði.

Hegemony: Lead Your Class to Victory

4
1

Forsaga. Hann Elvar hafði samband við mig og spurði mig hvort ég vildi ekki bakka með honum þetta spil, því það væri svo stórt að það væri eiginlega ekki hægt að koma því á borðið nema með því að við ættum það nokkrir saman. Ég samþykkti það. Og bakkaði það svo sjálfur líka :facepalm:

Eníhú, ég fór í heimsókn til Elvars ásamt tveimur öðrum og við spiluðum hans eintak af spilinu. Og vá, þetta er algjörlega sturlað spil. Algjörlega ósamhverft, enginn er að gera sama hlutinn en samt einhvernvegin sameinast þetta allt í að reyna að reka þjóðfélag. Ég spilaði Ríkið og það var alveg með ólíkindum hvað allir voru duglegir að lifa af ríkinu, ég var í endalausu ströggli með peninga (aumingja Bjarni Ben). Spilið sveiflaðist töluvert, Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn þurfti að hafa afskipti af ríkisrekstrinum, verkalýðurinn fór í verkfall og allt í klessu. Spilið endaði samt frekar jafnt hvar eitt stig skildi að fyrsta og annað sætið og sextán stig skildu að fyrsta og síðasta.

Þetta er spil sem þarfnast fleiri spilana. En það er mjög mikið í því og verður gaman að prófa það með færri spilurum og AI.

8.5/10

Mynd
Three Sisters gameplay
Three Sisters, best með kaffibollanum

Three Sisters

2
1

Þetta er uppáhaldsspilið hennar Hildar, auk þess að vera fljótspilað þannig að við grípum mjög reglulega í það. Ég náði sannfærandi sigri.

7.5/10

Mynd
The Crew: The Quest for Planet Nine Components

The Crew: The Quest for Planet Nine

3
5

Það er frekar fyndið að einhvernveginn heldur man að allir hafi spilað slagaspil og skilji því conceptið í þeim. Sem er bara alls ekki rétt :-) Og þegar þú bætir samvinnu ofan á það er ekki nema von að sumir ruglist. Við spiluðum í gegnum fyrstu fimm þrautirnar. Það er alveg gaman en spilið er samt frekar auðvelt svona í byrjun. Er alveg til í að prófa aðeins erfiðari þrautir.

6/10