Spilað á ferðalagi

Skrifað af Hilmar Kári þann

Mán 17. júl 2023 til Sun 23. júl 2023

Jæja, það kom að því að ég náði að spila smávegis, enda sumarfrí í fullum gangi. Jafnvel ferðalag á westfirði stoppaði okkur ekki í að spila enda bara fínt að taka minni spil með í slík ferðalög. Þó fengu líka aðeins stærri að fljóta með og ég náði spili af skammarhillunni líka, það er alveg slarkfær árangur.

Mynd
Tainted Grail: Fall of Avalon

Tainted Grail: The Fall of Avalon

2
1

Ég hitti vinkonu á Nexus útsölunni sem talaði um að hana langaði mikið í Tainted Grail en bæði var það of dýrt og svo að hún hefði engan til að spila það við. Nú þar sem ég átti spilið nú þegar og er lengi búinn að leita mér að spilafélaga til að spila það ákváðum við að slá til.

Við erum langt komin með fyrstu söguna (höldum við) og eins og er stendur spilið mjög undir væntingum. Við héldum reyndar að við værum komin út í einhverja gloríu og jafnvel þyrftum að flokka spilunina undir "úbbs" og byrja upp á nýtt en náðum að snúa því við og höldum því ótrauð áfram.

Spilið er mjög sögudrifið og sagan er nokkuð vel skrifuð. Það er hellingur af ákvörðunum og bardagakerfið í spilnu er mjög áhugavert. Það verður mjög spennandi að sjá hvert sagan leiðir okkur.

8/10

Mynd
Frosthaven Monsterbox

Frosthaven

3
1

Það hefur orðið mannfall í hópnum því einn spilarinn, skiptinemi frá Danmörku er farin heim, en það virðist ekki hrjá okkur mikið og við komumst ágætlega frá spiluninni. Næsta spilun verður tvískipt, við erum að fara í tengda sögu og því munum við ekki halda til Frosthaven á milli. Það styttir tímann aðeins því það tekur töluverðan tíma að fara til Frosthaven á milli spilana.

Ég er kominn á level 4 með leikmanninn minn og fæ að uppfæra eftir ca tvær setur, gangi allt eftir. Hlakka til að breyta til. Leikmaðurinn minn er góður en það er alltaf gaman að takast á við ný ævintýri.

10/10

Mynd
Atiwa

Atiwa

4
1

Við Hildur fórum í sumarbústaferð og tókum Atiwa með, það er mjög einfalt og skemmtilegt verkamannaspil og hentar vel til kennslu. Tveir nýjir spilarar voru með og var áhugavert að sjá hvernig þau spiluðu, enda hafa þau eiginlega aldrei spilað hobbýspil áður.

Þeim gekk nú ekki verr en það að annar aðilinn vann spilið og hinn hefði endað í 3-4 sæti ef smávægilegur misskilningur varðandi matargjöf hefði ekki ollið því að hún fékk sex mínusstig.

Ég ákvað að kenna þeim spilið á þann hátt að ég sleppti fullt af reglum í byrjun og týndi þær svo bara inn eftir því sem leið á spilið og reglurnar duttu inn. Þó svo að það henti ekki vönum spilurum hentar það einstaklega vel fyrir glænýja spilara sem eru bara rétt að skilja gangverkið.

7.5/10

Mynd
Dice Kingdoms of Valeria

Dice Kingdoms of Valeria

2
2

Við Hildur erum dottin á kaf í kasta-og-skrifa spil og tókum Dice Kingdoms með okkur westur, mig langaði að kynna fyrir henni Valeria spil.

Það hitti nú heldur betur í mark enda tiltörulega einfaldur leikur. Þú kastar sex teningum, tveir þeirra eru harvest teningar líkt og í Card Kingdoms of Valeria og hinir fjórir eru til að færa sig á mismunandi leiðum á stigablaðinu. Einfaldur og skemmtilegur leikur sem er bara dálítið ofarlega á listanum mínum yfir þessa tegund spila.

8/10

Mynd
Legacy of Yu

Leacy of Yu

1
1

Ég viðurkenni vel að ég er mikill aðdáandi Shem Philips og þetta spil olli mér ekki vonbrigðum.

Stundum á ég erfitt með að spila einmenningsspil en það er oft vegna þess að ég á í smá vandræðum með að halda bókhald um hvað ég er búinn að gera, hver er að gera og í hvaða fasa er ég að vinna í núna.

LoY leysir það mál nokkuð vel þar sem spil og verkamenn eru aðgerðarpunktarnir þínir og þegar allt er búið er umferðinni lokið. Mjög hreint og þægilegt.

Spilið er Campaign spil, þú spilar hámark þrettán sinnum en getur náð því niður í sjö ef þú ert heppin (og ábyggilega svindlar helling). Það er saga þarna en hún er svosem ekkert brjálæðislega mikil. Spilið er samt skemmtilegt og ég hlakka til að takast á við þrautirnar sem eftir eru.

8.5/10

Mynd
Motor City

Motor City

2
1

Önnur spilun af Motor City. Spilið stendur enn undir væntingum, það virðist sem það séu alveg nokkrar leiðir færar til að ná fram sigri þó svo að þær séu ekki kannski margar og auðvitað spilar heppni talsvert þar inn í enda um teningaspil að ræða.

7.5/10