Vikan er ekki búin fyrr en á sunnudagskvöldi

Skrifað af Hilmar Kári þann

Mán 06. mar 2023 til Sun 12. mar 2023

Vikan var róleg framan af og ég hélt lengi vel að ég myndi ekki ná nema í mesta lagi þremur spilunum. En eins og oft áður skipast fljótt veður í lofti og áður en sunnudagur leið undir lok voru átta spilanir komnar. Og ekki skemmir fyrir að ég náði mörgum spilunum af sama spilinu sem gerist ekkert endilega svo oft. 

Image
Android: Netrunner

Android: Netrunner

2
1

Náði að spila fyrirtæki einu sinni í æsispennandi leik gegn Stefáni. Mér finnst oft svo skondið hvernig leikirnir spilast því þetta er bæði leikur blekkingar og heppni. Stefán fór tvisvar sinnum á HQ hjá mér og sá eitthvað "venjulegt" spil og svo næsta spil sem ég dró var Agenda. Á tímabili var ég með fjögur agenda spil í hendi og var í algjörum vandræðum að koma þeim niður. Og Stefán náði að lokum að sjá við mér og skoraði síðasta Agenda stigið. Mjög þéttur og skemmtilegur leikur. 

Ég er búinn að logga 34 spilanir af Andriod: Netrunner og mér finnst það alltaf stórskemmtilegt. Og ég spila venjulega alltaf bara með sama stokkinn ;-) Það er ennþá hellings líf í þessu spili.

9/10

Image
Welcome to the Moon - Components

Welcome to the Moon

2
3

Við Hildur erum búin að spila fyrsta missionið núna þrisvar og erum að undirbúa okkur fyrir að fara í gegnum herferðina. Welcome to the Moon er mjög skemmtilegt afbriðgi af Welcome to ... spilunum. Fyrsta borðið (af átta) er mjög líkt Welcome to your neightbourhood en það breytist helling eftir því sem lengra þú ferð inn í spilið. Og ég hef alltaf gaman af svona herferðar-útgáfum af spilum, ekki beint legacy heldur bara að það bætist eitthvað smá inn í hvert sinn. Þetta er kaffispilið okkar þessa dagana.

7.5/10

Image
Great Western Trail: Argentina Gameplay

Great Western Trail: Argentina

4
1

Ég mætti með Argentina aftur á Nexus spilakvöldið og spilaði við þrjá nýja, þar af tvo sem höfðu aldrei spilað GWT. Spilið spilaðist mjög öðruvísi en allar aðrar spilanir sem ég hef tekið og enn og aftur sé ég hvað það er mikið í þessu spili! Þórir Raggi skúraði reyndar gólfið með okkur, bæði í stigum og að leiðrétta reglur (dem hvað ég get verið glataður í að grípa þessar litlu reglur :D ), en við hinir þrír vorum fjári nálægt hvorum öðrum. Ég er spenntur að spila 2-3 í viðbót og spila líka eldra spilið aftur og svo með viðbótinni, til að meta hvort mér finnst betra, ef það er yfir höfuð hægt.

9.5/10

Image
Grand Austria Hotel - Gameplay

Grand Austria Hotel

2
2

Þetta er uppáhaldsspilið hennar Hildar og því ratar það oftar á borðið hjá okkur en mörg önnur. Á sunnudaginn náðum við tveimur spilunum, eiginlega bara vegna þess að fyrri spilið var svo mikið burst að Hildur vildi endurupptöku! Hún fór svo næstum eins :-) 

Það er svo mikil kænska falin í þessu spili, í bland við mikla heppni í teningakasti. Í fyrri spiluninni gleymdum við reyndar einni mjög mikilvægri reglu, það að hægt er að auka vægi aðgerða um einn fyrir eina krónu. Því vorum við að ströggla með auðlindir allt spilið :-D  En jafnvel þá finnst okkur spilið vera algjört æði.

9/10

Image
Dice Throne: Santa v. Krampus

Dice Throne: Santa v. Krampus

2
1

Ég bakkaði þennan pakka bara upp á grín fyrir einhverju síðan og fékk hann heim fyrir stuttu. Dice Throne er skemmtilegt Yatzy milli tveggja einstaklinga og gaman að grípa í þetta spil t.d. þegar man fer í fjölskyldukvöldmatinn á sunnudögum hjá tengdó. Krampus er reyndar pínu ruglingslegur og ég náði ekki alveg að skilja þessi aukaspil sem fylgja honum, en vann svo bara á heppnisköstum í staðinn :-)

Ég held samt að ég eigi alveg nóg af Dice Throne til lífstíðar og þarf ekkert að bæta við mig fleiri afbrigðum.

6/10