Áramótaheit og vangaveltur

Skrifað af admin þann
Image
BGG Stats fyrir 2025
Yfirlit yfir mest spiluðu spilin 2025

Spilaárið 2025 var að mörgu leiti mjög gott. Það hófst með krafti, m.a. með spilun nr 10 af Ticket To Ride: Legends of the West þann 26. janúar, spilun 11 var svo 26. desember .... En jæja, við kláruðum samt 30. des. Frábær upplifun, æðislegt spil, ég mæli með fyrir alla unnendur Ticket to Ride. Hvort sem ykkur líkar við Legacy spil eða ekki.

Ég spilaði 345 sinnum á árinu. H-indexinn minn var 7, ég spilaði 102 spil eftir 109 höfunda. 40 þeirra voru ný fyrir mér. 90 spilarar á 18 stöðum, 177 daga (næstum annan hvern dag), í samtals 258 klst. Spilunarfjöldinn er í meðaltali síðan ég byrjaði að skrá spilanir árið 2018, reyndar gjörsamlega í miðjunni :-D Þrisvar hef ég spilað meira og þrisvar minna. Reyndar var toppárið mitt, 2019, alveg einstakt, enda náði ég 713 spilunum þá! Og engin smá spil á ferðinni, Pandemic Legacy S2 var spilað 36 sinnum, Betrayal Legacy 25 sinnum, Gloomhaven 14 sinnum og Clank! Legacy 11 sinnum.

Árið var aðeins rólegra ár hvað varðar þyngd spila. Mesta spilun fékk My Shelfie: The Dice Game með 104 spilanir, svo Next Station: London með 45 spilanir, þá Qwixx með 22 spilanir. Fyrsta "spilara"-spilið kemur í raun ekki fyrr en í sjöunda, en það er Ticket to Ride með 7 spilanir og Sagrada Artisans með 6.

Af höfundum trjónir Alexander Pfister á toppnum, svo Stegmeier, Luciani, Uwe og Alan Moon. Það kemur svosem ekki á óvart, Great Western Trail í öllum útgáfum ratar ansi oft á borðið hjá okkur.

Besta nýja spilið (fyrir mér) sem ég spilaði? Góð spurning. Mjög góð spurning. Ég velti því ekkert brjálæðislega mikið fyrir mér en ...

1) World Order
2) Speakeasy
3) Galactic Cruise
4) Luthier
5) Civolution
6) Arcs
7) Vantage
8) Daitoshi
9) Ayar: Children of the Sun
10) Finspan

Image
Zee og Camilla
Zee og Camilla fyrir framan Kirkjufell á Snæfellsnesi

Spilavin

Spilavin 2025 var haldin í fjórða sinn í apríl. Ég hafði verið að vinna með nokkrum mismunandi samstarfsaðilum í gegnum árin en áhvað núna að gera þetta sjálfur, undir vöruheitinu Spilavin á Hótel Hvolsvelli. Gerði samstarfssamning við hótelið framyfir 2027 og því er framtíð hátíðarinnar ráðin eitthvað áfram.

Sjálfur segi ég. Það er náttúrulega kjaftæði, ég geri þetta ekkert einn, þó svo að mikið af skipulagningunni hafi ég gert einn. Það gerir enginn svona einn. Hilla mín stendur eins og klettur við hliðina á mér, Caroline Verdonk er á fullu í skipulagningunni með mér ásamt því að halda utan um öll litlu smáatriðin þegar á hátíðina er komið, Stefán Jónsson stendur kennsluvaktina með mikilli prýði og hann Egill litlifrændi kemur og hjálpar til með allan burðinn.

Ég ákvað í fyrra að prófa að bjóða erlendum gestum á hátíðina, svona til að krydda hana örlítið upp. Ég tók ákvörðunina auðvitað allof seint þá og hafði lítinn tíma til að fá gesti. Nokkrir bitu á öngulinn en ég missti þá þegar ég fór að draga þá að landi. Að lokum tókst mér þó að fá Luke Hector frá Broken Meeple til að koma.

Í ár náði ég nokkuð stærri fiskum. Zee Garcia og Camilla Cleghorn frá Dice Tower komu frá Bandaríkjunum, frá Englandi fékk ég góðan vin minn hann Mark Dainty og alla leið frá Grikklandi komu svo Dimitris Siakampenis og Vangelis Velles. Dimitris var með undir hendinni frumútgáfu af World Order og kenndi það amk. fimm sinnum á hátíðinni, auk þess sem hann kenndi líka "hitt spilið" frá Hegemonic Games, Hegemony.

Hátíðin náði nýjum hæðum í ár með 90 gestum og 45 herbergjum sem er 35% aukning frá árinu áður. Árið 2021 vorum við nú bara 20! Við buðum líka upp á þá nýung að hafa hádegis- og kvöldverðarhlaðborð sem vakti mikla lukku.

Eftir hátíðina buðum við gestum okkar í ferð um Suðurlandsundirlendið sem endaði svo í allsherjarveislu hjá Stefáni um kvöldið. Það er nokkuð ljóst að gestirnir fóru heim glaðir og ánægðir og töluðu fallega um hátíðina hvert sem þau fóru.

Stærsta breytingin í ár verður að ég hef ákveðið að stofna fyrirtæki í kringum hátíðina, enda betra að reka þetta sem alvöru fyrirtæki frekar en í rassvasanum hjá mér. Mér finnst það skemmtilega stórt skref, svoldið svona "fullorðins". Enda hátíðin orðin töluvert stærri en hún var upprunalega. Þá get ég líka réttilega látið hluta af aðgangseyrinum ganga upp í spilakaup, hillukaup og ýmislegt annað sem þarf við að reka svona hátíð.

Til dæmis keypti ég á Þorláksmessu tvö forláta pókerborð sem ég ætla að hafa á komandi Spilavin, til að auka aðeins á upplifunina. Þar munu m.a. erlendu gestirnir sitja og spila.

Já, erlendu gestirnir. Ég er enn að ganga frá síðustu hnútunum varðandi þá, en hvorki fleiri né færri en sex erlendir gestir verða í ár! Verða þau tilkynnt fljótlega í febrúar.

Image
Starfsfólk Hegemonic á Essen

Essen

Við Caroline skelltum okkur til Essen í ár (eins og ég hef gert á hverju ári síðan 2018). Þar sem við erum orðin persónulegir vinir þeirra í Hegemonic games var gráupplagt að við skyldum taka að okkur að kenna fyrir þau á hátíðinni. Ég kenndi World Order (eins og í fyrra) og Caroline kenndi Hegemony.

Það er alveg einstök stemming að vera í kennsluteymi á Essen. Bæði fáum við að fara inn töluvert fyrr hvern morgun (salirnir opna kl 8 fyrir okkur) en við fáum líka að fara og skoða forsýninguna sem var í sal 8 að þessu sinni. Þar eru allir sýnendur saman komnir í einum sal og eru með örkynningar á spilunum sínum. Gaman að skanna yfir hvað er í boði og mun ég klárlega gefa mér meiri tíma næst. Við nefnilega flugum út á þriðjudegi í stað miðvikudags, og fengum því heilan aukadag á hátíðinni.

Hátíðin var skemmtileg að vanda. Ég endaði á að koma með með mín 100kg af spilum (ég kann mér aldrei nein mörk) og eins og áður náði ég að kaupa töluvert af spilum sem ekki endilega koma (amk. ekki strax) í verslanir. Þau spil rata að sjálfsögðu öll í safnið sem verður á Spilavin 2026 ;-) 

Image
New Years Resolutions

Áramótaheit

Það er gaman að skoða BGG stats forritið og nota ég marga af þeim fídusum sem í boði er. Einn af þeim er að setja mér áskoranir á nýju ári. Þær hafa nú oftar en ekki sprungið í andlitið á mér, þ.e. að mér hefur ekki tekist að klára þær, en kannski ef ég set þær hér í bloggið mitt muni mér loksins takast að klára amk. hluta þeirra :-D  

Mig langar s.s. að setja þrjár áskoranir á árinu 2026!

Fyrsta og önnur áskorunin eru svipaðar. Það að spila 26 spil frá árunum 2022-2025 og svo að spila 26 spil sem voru gefin út fyrir árið 2022. Ég á því miður allt of mörg spil óspiluð og ef ég set mér slíka áskorun vona ég að mér takist miklu betur að ná niður spilum af tækifærishillunni minni.

Þriðja áskorunin er svolítið metnaðarfyllri. Ég reyndi hana fyrst í fyrra (2024). Spila öll spilin á BGG Topp 100! Ég fékk hana Fríðu með mér í lið en það var ljóst mjög fljótlega að ég gat engan vegin haldið í við hana. Ég framlengdi áskorunina yfir árið í ár en nú þegar árið er liðið náði ég bara 55 spilum af 100 :-(  Það er ekki alveg sá árangur sem mig langaði í.

En mig langar að setja hana aftur. Byrja á byrjuninni. Og það ætla ég að gera. Frá 1. janúar til 31. desember ætla ég að spila öll spilin á BGG Topp 100 eins og hann stendur í dag, 31. desember 2025.

Og til að gera mér þetta aðeins auðveldara fyrir núna, þá langar mig að bjóða ykkur öllum að vera með! Ég er nýbyrjaður að nota borðspila-skipulags-appið Aftergame (aftergame.app) og er notandinn Drupalviking þar. Það er líka búið að búa til grúppu sem heitir Borðspil.is og ég hvet ykkur til að ganga í hana. Þar verða öll spilin og spilanirnar skráðar og verður hægt að skrá sig í spilin í gegnum appið. Er ég að vona að ég bæði kynnist fjölmörgum nýjum spilurum og fái líka að spila fjölbreyttari spil við alla vinina sem ég hef eignast í gegnum þetta frábæra áhugamál.

Ég mun líka blogga um allar spilanirnar, sem er eiginlega enn eitt áramótaheit hjá mér :-) Mig langar svo að búa til meira efni um borðspil á íslensku og eitt skrefið í því er að sjálfsögðu að hafa eitthvað til að skrifa um.

En hvaða reglur ætla ég að setja um listann? Því eins og þið mörg vitið, þá er topp 100 listinn á BGG pínulítið "beyglaður". Í fyrsta lagi eru nokkur spil á listanum tvítekin. Eiginlega alltof mörg :-(  Einnig eru á listanum nokkur Legacy spil sem ég er nú þegar búinn að spila, og flest þeirra oftar en einu sinni. Þannig að ég ætla því að spila BGG Topp 110ish listann árið 2026! Það er ekkert víst að þetta klikki!

Image
BGG Top 100

Listinn

  1. Brass Birmingham / Lancashire (já, ég gerði það!)
  2. Pandemic Legacy: Season 1, 2 eða 0
  3. Ark Nova
  4. Gloomhaven / Gloomhaven: Jaws of the Lion
  5. Twilight Imperium: Fourth Edition
  6. Dune: Imperium / Dune: Imperium - Uprising
  7. War of the Ring: Second Edition
  8. Terraforming Mars
  9. Star Wars: Rebellion
  10. Spirit Island
  11. Gaia Project
  12. Twilight Struggle
  13. The Castles of Burgundy
  14. Through the Ages: A New Story of Civilization
  15. Great Western Trail: Second Edition / Great Western Trail: New Zealand
  16. Frosthaven
  17. Eclipse: Second Dawn for the Galaxy
  18. 7 Wonders Duel / The Lord of the Rings: Duel for Middle Earth
  19. SETI: Search for Extraterrestrial Intelligence
  20. Scythe
  21. Nemesis
  22. Slay the Spire: The Board Game
  23. A Feast for Odin
  24. Clank! Legacy: Acquisitions Incorporated
  25. Concordia / Concordia Venus
  26. Lost Ruins of Arnak
  27. Arkham Horror: The Card Game
  28. Root
  29. Sky Team
  30. Terra Mystica
  31. Too Many Bones
  32. Orléans
  33. Wingspan / Wingspan Asia
  34. Mage Knight Board Game
  35. Barrage
  36. Hegemony: Lead Your Class to Victory
  37. Everdell
  38. The Crew: Mission Deep Sea / The Quest for Planet Nine
  39. Crokinole
  40. Heat: Pedal to the Metal
  41. Kanban EV
  42. Marvel Champions: The Card Game
  43. Underwater Cities
  44. Food Chain Magnate
  45. Pax Pamir: Second Edition
  46. Cthulhu: Death May Die
  47. Puerto Rico
  48. Age of Innovation
  49. On Mars
  50. Cascadia
  51. Clank!: Catacombs / Clank! A Deck-Building Game
  52. Caverna: The Cave Farmers
  53. Anachrony
  54. Blood Rage
  55. Agricola
  56. Oathsworn: Into the Deepwood
  57. Harmonies
  58. Ticket to Ride Legacy: Legends of the West
  59. Lisboa
  60. Grand Austria Hotel
  61. Obsession
  62. Sleeping Gods
  63. Mansions of Madness: Second Edition
  64. Tzolk'in: The Mayan Calendar
  65. Power Grid
  66. Clans of Calendonia
  67. Blood on the Clocktower
  68. Quacks of Quedlinburg
  69. The White Castle
  70. Paladins of the West Kingdom
  71. Le Havre
  72. The Gallerist
  73. Android: Netrunner
  74. Star Wars: Imperial Assault
  75. Maracaibo
  76. Mechs vs. Minions
  77. Kingdom Death: Monster
  78. Darwin's Journey
  79. Revive
  80. Race for the Galaxy
  81. Voidfall
  82. Fields of Arle
  83. Final Girl
  84. El Grande
  85. Aeon's End
  86. Lords of Waterdeep
  87. SCOUT
  88. Arcs
  89. Teotihuacan: City of Gods
  90. Beyond the Sun
  91. Dominant Species
  92. Endavor: Deep Sea
  93. The Search for Planet X
  94. 7 Wonders
  95. Robinson Crusoe: Adventures on the Cursed Island
  96. The Voyages of Marco Polo
  97. Splendor Duel
  98. Decrypto
  99. Trickerion: Legends of Illusion
  100. Ra

Endaði s.s. í 118 sæti á BGG!