Spiladagbækur, Fréttir, Kickstater og Nýtt í hillunni
Við munum keppast við að skrifa skemmtilegar færslur í spiladagbókina, færa ykkur nýjustu fréttir úr borðspilaheiminum, hvað er að gerast á Kickstarter og hvað er nýtt í hillunni hjá okkur.
Dagsetning komin á Spilavin borðspil.is á Hótel Hvolsvelli 2025!
Spilavin Bordspil.is á Hótel Hvolsvelli verður haldin helgina 4.-6. apríl 2025 nk. Við munum leggja undir okkur allt hótelið og spila og hafa gaman alla helgina!
Hemlock Isle - Ný viðbót fyrir Arkham Horror LCG
Þegar frægur grasafræðingur Dr. Rosa Marquez fær undarlegt sýnishorn frá hinni afskekktu og dularfullu eyju Hemlock Isle segir eðlishvöt hennar að eitthvað sé að. Eftir tillögu gamals samstarfsmanns býður Dr. Marquez rannsakendum okkar að fara með sér í leiðangur til eyjunnar.
Og sigurvegarinn er ...
Spiel des Jahres (spil ársins), hin mikilsverðu þýsku verðlaun voru tilkynnt á dögunum. Verðlaun eru veitt í fimm flokkum í ár, Spiel des Jahres, Kennerspiel des Jahres, Kinderspiel des Jahres og aukaflokkarnir tveir: Kennerspiel Sonderpreis og Kinderspiel Sonderpries.
Ticket to Ride: Þjóðsögur að westan
Days of Wonder er búið að upplýsa okkur aðeins meira um hið nýja legacy spil Ticket to Ride: Legends of the WEST
Tíu daga gangur ... sem ætlar ekki að hætta
pon. 18. wrz 2023 til ndz. 24. wrz 2023
Vá, það er smá gangur núna, ég hef náð að spila alla daga síðustu tíu daga! Það er betra en oft áður, þar sem ég hef varla komist að borðinu svo vikum skiptir. Vonandi næ ég að halda þessu eitthvað áfram, það er amk. spilakvöld í kvöld ...
Sumarbústaður um verslunarmannahelgi
pon. 31. lip 2023 til ndz. 06. sie 2023
Það er alltaf gaman þegar man nær góðri spilaviku og það skemmir ekki fyrir að komast í sumarbústað um verslunarmannahelgi. 14 góðar spilanir með vinum og fjölskyldu, hvað er hægt að hugsa sér betra?
Hjólin farin að snúast
pon. 24. lip 2023 til ndz. 30. lip 2023
Það er greinilegt að ég er að komast í gang aftur eftir talsverða lægð í spilum undanfarið og þriðja góða vikan hefur litið dagsins ljós. Nokkur ný og nokkur eldri eins og alltaf, eiginlega bara nokkuð fín blanda þó ég segi sjálfur frá.
Spilað á ferðalagi
pon. 17. lip 2023 til ndz. 23. lip 2023
Jæja, það kom að því að ég náði að spila smávegis, enda sumarfrí í fullum gangi. Jafnvel ferðalag á westfirði stoppaði okkur ekki í að spila enda bara fínt að taka minni spil með í slík ferðalög. Þó fengu líka aðeins stærri að fljóta með og ég náði spili af skammarhillunni líka, það er alveg slarkfær árangur.
Topp 100 listi Hilmars (2022) - 30-21
Talsvert um jákvæðar hreyfingar í þessum hluta, sjö spil færa sig upp, þar af tvö all hressilega, eitt splunkunýtt og tvö færa sig örlítið niður listann. Það er greinilegt að efstu sætin eru ekki á eins mikilli hreyfingu og hin.
Topp 100 listi Hilmars (2022) - 40-31
Fimm niður, fjögur upp, tveir hástökkvarar og eitt nýtt einkennir þennan skammt. Ekki tókst mér nú að klára listann fyrir páska, en við sjáum til hvernig gengur núna.
Topp 100 listi Hilmars (2022) - 50-41
Sex spil eru á uppleið og aðeins tvö á niðurleið, en tvö ný spretta hér fram. Það er langt síðan ég setti fram síðasta hluta en ég ætla að reyna að koma þessum lista frá mér fyrir páska.
Topp 100 listi Hilmars (2022) - 60-51
Sex lækka hér, eitt er nýtt og þrjú sem færa sig upp í mót í þessum tug, sem einnig er síðasti tugurinn í lægri helmingi þessa lista. Greinilegt er, miðað við þessi fimmtíu sem komin eru, að töluvert þarf til að spil komist inn á listann. Sjáum til hvernig topp 50 lítur út ;-)
Jæja, á að skella sér til Essen?
Essen spilaráðstefnan er haldin í enda september/byrjun október ár hvert. Í ár er hún 5.-9. október. En hvernig undirbýr fólk sig fyrir Essen? Hvað skal gera, hvað skal varast o.sv.fr. Hér eru nokkur góð ráð.
Viðtal við Corey Thompson
Corey Thompson er fréttastjóri Dice Tower Now fréttaveitunar, framleiðandi að þáttunum Above Board og einstaklega áhugasamur borðspilari. Borðspil.is settist niður með honum og spurði hann spjörunum úr, enda ætlar Corey að kíkja á Midgard ráðstefnuna í byrjun september.
FUNTainment, München
Það var gaman að koma í Funtainment verslunina í München á dögunum. Þetta eru í raun fjórar verslanir, ein selur bara Roleplaying hluti og bækur (allt á þýsku), ein selur Yugi-oh, Magic og önnur kortaspil, ein sérhæfir sig í tölvuleikjum og svo er borðspilahlutinn.