Goblin flytur! Nýr spilasalur og spilavöruverslun opnar á Glerártorgi

Skrifað af admin þann
Mynd
Goblin Akureyri - Innan úr búð 1

Flutningurinn markar nýjan kafla fyrir Goblin, en verslunin og spilasalurinn hefur verið í um helmingi minna húsnæði í hjarta miðbæjarins við Ráðhústorg. Verslunin stefnir að því að bjóða viðskiptavinum sínum enn meira úrval af vörum, viðburðum og þjónustu í mun rýmri aðstöðu en var. Glerártorg, er því kjörinn staður sem næsta skref Goblin. Opnunartíminn er áfram sá sami og vikulegir spilahittingar á milli 18:00 – 22:00 öll virk kvöld. Eftir kl. 18:00 og lokun Glerártorgs, verður því inngangur á norðurhlið hússins.

Opnunartími verður:
• Mán -fös: 12:00 -22:00
• Lau -Sun: 12:00 – 17:00

Mynd
Goblin Akureyri - Innan úr búð 4

„Eins leitt og okkur þykir að kveðja fallega miðbæinn okkar, erum við afar spennt fyrir þessum flutningum og hlökkum til að bjóða viðskiptavini okkar velkomna á Glerártorgi" segja Steini og Ásta Hrönn, eigendur Goblin. „Þessi flutningur gefur okkur tækifæri til að vaxa og þróast áfram, bjóða upp á rýmra og notalegra spilasvæði og aukið úrval af vörum og þjónustu." Á döfinni eru fjölmargir spilaviðburðir, spilakeppnir og námskeið fyrir börn og fullorðna. Hægt verður að kaupa sér aðgang í borðspilasafn Goblin, panta einkaviðburði og hópefli vinnustaða og taka þátt á ýmsum styttri viðburðum og námskeiðum. Í Goblin fer einnig fram valgreinakennsla fyrir grunnskóla Akureyrar, þar er spilað Dungeons & Dragons, sem hefur margvísleg jákvæð og uppbyggjandi áhrif, t.d. á sköpunarkraft, samskipti og félagsfærni.

Mynd
Goblin Akureyri - Innan úr búð 2

„Krakkanámskeiðin okkar, í bæði Pokémon og D&D, hafa verið mjög vinsæl, en einnig erum við með námskeið fyrir fullorðna, til dæmis í að læra að stýra Dungeons & Dragons eða í Warhammer málun og spilun. Einnig bjóðum við upp á ýmsa sérsniðna þjónustu svo sem hópefli, fyrir vinnustaði, einkaviðburði fyrir vini og fjölskyldur og afmælisþjónustu.“ segja þau. Verslunin mun opna klukkan 15:00 á fimmtudaginn 18.apríl og mun opnunarhátíð standa yfir fram á kvöld með sérstökum tilboðum og afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Viðskiptavinir eru hvattir til að koma og kynna sér nýja rýmið, njóta dagsins og kynnast skemmtilegri afþreyingu. Við fögnum þessum spennandi tímamótum með 15% afslætti af flestum vörum opnunardaginn, lukkuhjóli og ýmsum viðburðum. Við hjá Goblin erum þakklát fyrir stuðninginn sem við höfum fengið frá samfélaginu og hlökkum til að byrja þennan nýja kafla með ykkur í glæsilegu rými á Glerártorgi!

Mynd
Goblin Akureyri - Innan úr búð 3

Um Goblin

Goblin er fjölskyldurekið fyrirtæki, sem opnaði á Akureyri 2021. Goblin er fyrsta verslunin á sínu sviði á landsbyggðinni og leiðandi í námskeiðum og viðburðum tengdum safn- og borðspilum á Akureyri og nágrenni. Mikil áhersla er á persónulega þjónustu og notalega aðstöðu fyrir spilasamfélag landsbyggðarinnar. Við erum stolt af því að skapa uppbyggjandi og skemmtilegt umhverfi fyrir alla okkar viðskiptavini og notendur spilasalsins.