Nýjasta nýtt af Kickstarter

Skrifað af Hilmar Kári þann

Mán 16. jan 2023 til Sun 22. jan 2023

Það er nú ekki alltaf sem ég næ fullt af spilum á borðið og þessi vika var frekar róleg. Samt ekki, því ég fékk nýtt spil af Kickstarter, og það þarf líka að verja smá tíma í að læra reglurnar ;-)

Mynd
Frostpunk: The Boardgame

Frostpunk: The Board Game

3
1

Ég fékk Frostpunk eintakið mitt á mánudaginn var og rauk beint í að setja upp og læra reglurnar. Spilið stóð fyllilega undir væntingum þar sem við dóum hroðalegum dauðdaga, frosin í hel með sundurspurninn hitara.

Frostpunk er samvinnuspil fyrir 1-4 spilara. Spilið gerist í Steampunk heimi um þarsíðustu aldamót, heimurinn er farinn fjandans til, ísöld er skollin á og fólk deyr í umvörpum. Eina leiðin til að halda á sér hita er að kynda hitara sem búið er að reisa hér og þar um Bretland.

Þó svo að þemað sé sterkt í spilinu er það samt nær því að vera "euro" spil en "amerískt". Leikmenn nota íbúa svæðisins til að safna efnivið til bygginga, kolum til hitunar, stáli til uppbyggingar og svo auðvitað að leita að mat. En allar auðlindir eru mjög svo af skornum skammti og því þarf að taka skuggalegar ákvarðanir um hver fær að borða og hvort við eigum nota börnin sem vinnuafl ...

Frabært spil alveg og við bíðum öll eftir að geta tekið aðra spilun.

Mynd
Roll Player
Mynd fengin af BGG

Roll Player (með viðbótum)

3
1

Í Roll Player erum við að búa til D&D verur sem við notum til að berjast við skrímsli og aðra óvætti.

Skemmtilegt teningaspil þar marglitum teningum er kastað og leikmenn velja sér svo einn i hverri umferð til að byggja veruna sína með. Sjö mismunandi "stats" þarf að stilla af og er það mismunandi eftir verum, baksögu og "alignment". 

Báðar viðbæturnar voru með í för, enda er spilið frekar flatt án þeirra. En alveg fyrirtaks skemmtun þegar þær eru með.