Nýr rauntíma-siðmenningahermir, Time of Empires frá Pearl Games

Header paragraph
ný borðspil
Þriðjudagur 10. janúar 2023
Mynd
Time of Empires
Time of Empires

Pearl Games er þekkt fyrir nokkuð eftirtektaverð miðlungsþung eurospil svo sem Troyes, Ginkgopolis og Black Angel. Og nú kynna þeir til leiks Time of Empires frá höfundunum David Simiand og Pierre Voye.

Time of Empires er rauntíma-siðmenningahermir (e. real time civilization building game) þar sem leikmenn vinna sig í gegnum fornöld, miðaldir og inn í nútímann þar sem hvert tímabil varir í níu mínútur. Notaðir eru tveir 30 sekúndna sandmælar til að virkja aðgerðir - byggja undur veraldar, hvetja leiðtoga, stækka borgir, uppgötva nýja tækni og berjast í stríði.

Nánari lýsingar er hægt að fá a vefsíðu Pearl Games. Time of Empires er komið í Nexus og er hægt að kaupa það hér!