Þýski borðspilaframleiðandinn Lookout Spiele, sem gefið hefur út mörg af vinsælustu spilum Uwe Rosenberg tilkynnti á dögunum um Big Box útgáfu af Nusfjord.
Í kassanum verður grunnspilið, báðar eldri viðbæturnar: Plaice og Salmon sem gefnar voru út 2018 og 2020. Einnig er áformað að gefa út tvær nýjar viðbætur: Trout og Besokende, en Besokende er eftir Tony Boydell og hafði verið gefin út sem prenta-og-spila útgáfa fyrir nokkru.
Lookout hefur gefið út að spilið sé áætlað í öðrum ársfjórðungi 2023 en Ashmodee Norður Ameríka hefur gefið út að spilið komi út á þriðja, sem gefur til kynna að spilið komi fyrst út á þýsku áður en það skríður yfir Atlantshafið.
Viðbæturnar sér
Þeir sem eiga grunnspilið geta keypt viðbæturnar í tveimur aðskildum pökkum, Nusfjod: Expansion Collection #1 og Nusfjord: Expansion Collection #2 og er það kærkomin kostur fyrir þá sem langar bara í nýja efnið. Þeir hafa greinilega hlustað á óánægjuraddirnar þegar þeir gáfu út Isle of Skye: Big Box en í þeim kassa er einmitt ein ný viðbót sem ekki er (enn) hægt að kaupa sér.