Matrix myndirnar eru næsta viðfangsefni Legendary Encounters

ný borðspil
legendary
legendary encounters
the matrix
Legendary Encounters: The Matrix
Upper Deck Entertainment
stokkasmiður
samvinnuspil
Þriðjudagur 10. janúar 2023
Mynd
Legendary Encounters: Matrix
Legendary Encounters: Matrix

Upper Deck tilkynnti upphaflega um Legendary Encounters: The Matrix á GenCon 2022 en hefur nú gefið út frekari upplýsingar.

Legendary serían er samansafn af stokkasmiðum (deckbuilders) sem öll eiga það sameiginlegt að vera hluti af öðrum hugverkum, sér í lagi Marvel, þar sem leikmenn setja saman stokk af hetjum til að berjast við áætlanir einhvers af vondu köllunum (e. villains). Í Legendary Encounters, sem er samvinnuspil, spila leikmenn ákveðnar myndir eða sögur úr téðum hugverkum. Áður hafa Alien, Predator, Firefly og X-Files hugverkin verið tekin fyrir í Legendary Encounters og í Legendary Encounters: The Matrix munu leikmenn berjast við vondu kallana úr öllum þremur Matrix myndunum. Persónur úr myndunum munu koma fram, svo sem Neo, Morpheus, Trinity, Niobe, Smith spæjari, Merovingian, tvíburarnir og Sentinels.

Getur þú bjargað mannkyninu frá því að verða tortímt? Legendary Encounters: The Matrix ætti að koma í verslanir vorið 2023