Spilavin á Hótel Hvolsvelli
Undanfarin þrjú ár höfum við skundað á Hvolsvöll og spilað rassinn úr buxunum á okkur heila helgi að vetrarlagi. Og nú ætlum við að gera það í fjórða sinn, þegar það er aðeins farið að vora (vonandi). Hátíðin er haldin 4.-6. apríl 2025
Spilavinin er spilaviðburður þar sem þátttakendur koma saman til að spila borðspil heila helgi (eða hluta úr henni). Þátttakendur eru hvattir til þess að koma með spil sem þeir vilja koma á borðið með sér en auk þess verður veglegt safn á staðnum sem hægt er að ganga í.
Fyrirkomulagið verður með svipuðu sniði og í undanfarin ár nema hvað við fengum hótelið til að koma til móts við okkur varðandi mat og verður því nú einnig boðið upp á kvöldverðarhlaðborð bæði föstudags- og laugardagskvöld og léttan hádegisverð (súpa og brauð).
Hægt er að panta gistingu í eina nótt eða tvær, eða bara koma og spila og keyra svo heim á kvöldin, hvað sem hentar ykkur. Hægt er að velja um annars vegar herbergi og fullt fæði og hins vegar aðeins herbergi
Aðgangseyrir
Aðgangseyrir er 10.000kr, hvort sem gist er eður ei. Innifalið í aðgangseyrinum eru gosdrykkir, snakk og sælgæti yfir daginn. Ekki er leyfilegt að koma með áfengi í almenn rými en hótelið býður okkur 20% afslátt á barnum!
Skráning fer fram með því að fylla út formið https://bit.ly/spilavin2025
Þú greiðir fyrir miðana með því að leggja inn á 2200-15-035564, kennitala 050173-4379. Hafðu nafnið þitt í skýringu
Gestur #1 - Mark Dainty
Sæl öll, ég er Mark frá Youtube rásinni Not Bored Gaming, sem er í grunninn byggð upp fyrir sólóspil. En bíddu!!! Mér finnst líka gaman að spila við annað fólk vegna þess að borðspil eru fyrir allar stærðir af hópum! Rásin mín eru búin að vera til síðan 2019 og, eins og áður segir, fókusar á fólk sem spilar eitt. En jafnvel þó ég sé sólóspilari, þegar þú sérð mig á Spilavin, ekki hika við að bjóða mér í spil, ég bít ekki! Hlakka virkilega til að hitta ykkur öll.
Gestur #2 - Camilla Cleghorn
Camilla er með BS gráðu í sérkennslufræðum frá Háskólanum í Tennessee með sérsvið í táknmálstúlkun í kennslu. Áður en hún gekk til liðs við Dice Tower vann hún sem fulltrúi fólks með hamlanir sem táknmálstúlkur og einnig nýverið sem sundþjálfari fyrir keppnislið. Hún dýrkar alla útiveru og elskar fjöll og vatnsíþróttir.
Camilla spilaði sitt fyrsta hobbý-borðspil árið 2010 en byrjaði samt ekki að ráði í áhugamálinu fyrr en 2017. Hennar uppáhaldsspil eru þau sem krefjast erfiðra og streitugjarnra ákvarðana eða þau sem innihalda djúp og rík þemu. Hún býr í Homestead, Flórída.
Gestur #3 - Zee Garcia
Zee Garcia er með bakkalár gráðu í leiklist frá Florida International University. Hann hefur leikstýrt fjölda leikrita og hefur verið viðriðinn við nokkur leiklistarstúdíó og leikhús í bæði Flórída og New York, þar með talið Murder Mystery, Inc. og Broward miðstöðina fyrir sviðslistir.
Hann nýtur þess að kenna í grunnskólum og hefur gert það í nokkur ár þar sem hann einbeitir sér að leiklist og sviðsframkomu.
Þegar kemur að borðspilum leita hans uppáhaldsspil í þá átt að vera kennd auðveldlega og hægt að njóta í breytilegum hópum. Samvinnuspil t.d. lenda venjulega mjög hátt á listunum hans.
Hann starfar sem myndatökumaður og klippari hjá Dice Tower og kemur einnig fram í fjölda þátta svo sem Crowdsurfing, Board Game Breakfast og Spectacular auk þess sem hann er vinsæll í Topp 10 myndböndum frá Dice Tower. Og jú, hann elskar starfið sitt!
Gestur #4 - Dimitris Siakampenis
Þrátt fyrir að vera með gráðu í lífeindafræðum varð ástríðan fyrir borðspilum að lokum yfirsterkari hjá Dimitris og vísaði veginn á framabrautinni. Hann byrjaði árið 2015 í nokkrum spilaprófunarhópum til að stilla af hæfileikana og læra gangverk. Árið 2021 tók hann það skref að starfa við spilaþróun (e. Game Developer) þar sem hann m.a. lagði heilmikið til við þróunina á Hegemony. Og núna er hann mjög einbeittur við þróun á aukaefni fyrir World Order, sem nýverið var á Kickstarter.
Dimitris hefur lofað að taka með eitt eintak af World Order með sér til að sýna og kenna á Spilavin. Hann mun einnig kenna Hegemony öllum þeim sem hafa áhuga!
Herbergi (pr. herbergi, pr. nótt, með morgunverði og sköttum)
- Eins manns herbergi: 15.900kr
- Tveggja manna herbergi: 17.900kr
- Þriggja manna herbergi: 21.900kr
Gefinn er 10% afsláttur ef pantaðar eru tvær nætur!
Ath: Gisting er greidd á staðnum, við komu, beint til hótelsins
Gisting og fullt fæði (pr. einstakling, pr. nótt með sköttum):
- Ein nótt: 13.900kr
- Tvær nætur: 26.400kr
Aukagjald, 6.000kr á nótt leggst á ef óskað er eftir einstaklingsherbergi.
Innifalið er morgunmatur, léttur hádegisverður og kvöldverðarhlaðborð (sjá hér fyrir neðan).
Ath: Gisting og fæði er greidd á staðnum, við komu, beint til hótelsins
Morgunverðar- og hádegishlaðborð
Morgunverðarhlaðborð er innifalið í verði gistingar, hvort sem tekin er bara gisting eða fullt fæði.
Þau sem eru í fullu fæði hafa líka aðgang að léttu hádegisverðarhlaðborði þar sem boðið er uppá súpu, heimabakað brauð og samlokur. Ef óskað er eftir að kaupa aðgang að hádegishlaðborðinu er verðið 1.900kr.
Kvöldverðarhlaðborð
Í forrétt er súpa dagsins og heimabakað brauð
Í aðalrétt er hægt að velja um kjötbollur, kjúklingapottrétt, svínagúllas, kjúklingaleggi, karríkjúkling eða kjúklingabringu. Það er borið fram með kartöflum, hrísgrjónum og grænmeti eða pasta.
Í eftirrétt er hægt að velja um Crème Brûlée, karamellu Panna Cotta eða köku.
Valið er á milli forrétts og aðalrétts eða aðalrétts og eftirrétts. Verð fyrir kvöldverðarhlaðborð ef ekki er valið fullt fæði er 3.900kr.
Spilasafn
Þó svo að margir taki með sér eigin spil á hátíðina stærum við okkur af sístækkandi spilasafni sem við bjóðum upp á. Í ár ætlum við að taka með okkur 250 spil, í það minnsta! Eins og sjá má á myndinni hér til hliðar eru mörg spilanna í "Big box" útgáfum og oftar en ekki er búið að skipta út spilahlutunum fyrir fallegri hluti.
Og í mörgum tilfellum eru spilamottur í stað spilaborða í boði ;-)
Sölu- og skiptimarkaður
Í ár ætlum við að bjóða upp á sérstaka hillu, aðskilda frá spilasafninu, þar sem notuð spil verða til sölu. Þú kemur bara með spilið þitt, merkir það með verði og upplýsingum um hver þú ert (svo hægt sé að borga þér) og svo getur fólk skoðað úrvalið yfir hátíðina.
Við höfum gert þetta nokkuð óformlega síðustu ár og það hefur alltaf verið talsverð hreyfing á spilum.
Um hótelið
Hótel Hvolsvöllur er rótgróið fyrirtæki staðsett miðsvæðis í bænum Hvolsvelli í Rangárþingi Eystra. Hótelið var opnað árið 1984 og hefur síðan verið stækkað tvisvar, fyrst árið 1998 og árið 2007.
Með stækkun hótelsins árið 2007 bættust 26 herbergi við og í dag samanstendur hótelið af 66 herbergjum talsins. Þar af eru 22 þriggja manna, 32 tveggja manna og 8 eins manns herbergi. Það eru einnig 3 fjögurra manna fjölskylduherbergi, sem einnig virka sem superior herbergi.