Tölfræði frá Spilavin Pant vera blár, Spilavina og Borðspil.is

frétt
Föstudagur 10. febrúar 2023
Mynd
Spilavin Spilavina og Pant vera blár 2023 - Pub Quiz
Það var góð þátttaka á Bar-svarinu líka

Það er alltaf gaman að taka saman mismunandi tölfræði frá viðburðum. Á Spilavin Pant vera blár, Spilavina og Borðspil.is báðum við spilara að skrá niður hvaða spil þau spiluðu, hvað voru margir að spila og hvað það tók ca langan tíma.

  • Það komu 40 manns á Spilavinina. 
  • 30 þeirra gistu á hótelinu 
  • 10 komu annað hvort stutt frá eða komu bara einn eða tvo daga.
  • Það voru 150 spil í spilasafninu. Að auki komu þáttakendur með amk. 50 í viðbót
  • Mest spilaðuðu spilin voru Clank! Catacombs og Secret Hitler með þrjár spilanir.
  • Átta önnur spil voru spiluð tvisvar
  • Samtals voru skráð 69 mismunandi spil spiluð, af samtals 352 spilurum í 5750 mínútur! Það er meðaltal upp á rétt rúmlega 5 spilara í spili og tók meðalspilun 83 mínutur. Auðvitað skekkja spil annars vegar sem taka tíu mínútur og svo tók spilun af Underwater Cities 5 klst!
  • Ein bílfjöður brotnaði á leiðinni heim.
Mynd
Þátttakendur

Spilavin 2024 verður haldin!

Fólk var nokkuð sammála um að viðburðurinn hafði tekist einstaklega vel og hlakka líklegast allir til þegar Spilavin 2024 verður kynnt. Skipulagsnefndin mun koma saman á næstu vikum og taka ákvörðun um hvort við verðum áfram á sama stað eða færum okkur um set.

Það er nefnilega þannig að við erum því sem næst búin að sprengja af okkur salinn sem við spilum í. Það væri mögulega hægt að koma 10 manns í viðbót og ná fjöldanum upp í 50 en það er líklegast mjög nálægt sársaukamörkum. Hægt er að færa sig aðeins fram í matsalinn en hann er þó alltaf upptekinn fyrir morgunmat frá 7-10 og frá 16-21 á kvöldin, þannig að það er ekki alveg fýsilegt.

Allar hugmyndir um staðsetningar eru vel þegnar, endilega sendu okkur línu á bordspil@bordspil.is